Vasabræður 2004
Forsíða
Dagbók
Fróðleiksmolar
Leiðarlýsing
Vasa-vísan

Vasaloppet.se
Á keppnisdag

(Tölvupóstfang bræðranna hefur verið aftengt)

Aðsend hvatningarvísa:
Eiðabræður einbeittir
eru menn sem þora.
Gangið hægt um gleðidyr
en gallharðir til Mora!
Össur Kristinsson

Fara á vef Vasahlaupsins

Lestu dagbókina!

Keppnisdagurinn - þróun mála
Hér er safnað saman færslum sem skráðar voru á keppnisdaginn, í réttri röð.

Glóðvolgar fréttir!
7. mars.
Gangan hafin, eftirfarandi skeyti hafa borist frá Sissý leiðangursstjóra

"kl. 05:42: Stemmningin á leiðinni dulmögnuð undir fullu tungli, jógaæfingum Lalla og ættjarðarsöngvum. Fullkominn undirbúningur fyrir startið."

"kl. 08:04: Strákarnir lagðir í hann, glaðbeittir og ákveðnir í að komast í mark, bestu kveðjur Sissý"

Þegar vefstjóri rýnir í tímamælingu og stöðu mála kl. 10:45 að íslenskum tíma eru allir komnir í gegnum Mångsbodarna (sbr. leiðarlýsingu). Þeir raða sér nokkurn vegin í öfuga aldursröð með Halldór fyrstan. Þó hagnast Stefán á reynslunni og er næstur á eftir Halldóri.

Þeir eru í góðum málum varðandi snúruna ógnvænlegu, miðað við leiðarlýsingu Stefáns hefur Þórarinn þó verið tæpastur með um 22 mínútur upp á að hlaupa í Mångsbodarna. Bræðurnir eru því í góðum málum varðandi tempó og endist þrekið ættu þeir allir að skila sér í mark með glans.

Enn volgari fréttir!
7. mars.
Núna um kl. 11:40 að íslenskum tíma eru allir bræðurnir komnir í gegnum Risberg. Sigurður og Stefán sækja í sig veðrið og hafa farið fram úr hvor sínum bróðurnum, Stefán er því fyrstur, svo Halldór, Sigurður, Hjörleifur og Þórarinn tekur að sér að gæta þess að enginn verði eftir. Þórarinn er engu að síður í góðum málum klukkulega séð og hefur tekið síðasta legg með glans og er með svotil sama meðalhraða á síðasta legg og þeir Hjörleifur og Halldór - allt er sextugum fært!.

Baldur fósturbróðir geysist hins vegar fram sem vindur þjóti og er kominn til Oxberg (búinn með 2/3).

Vefstjóri tekur nú hlé á uppfærslum þar til seinnipartinn en bræðurnir taka engin hlé heldur geysast áfram.

Rjúkandi fréttir!
7. mars.
Þá er vefstjóri aftur orðinn ánetjaður og klukkan nálgast 17 að íslenskum tíma. Allir eru bræðurnir á góðu skriði, Halldór aftur búinn að koma sér í forystu og spáir tímatakan honum í mark 17:24 (að ísl. tíma), Stefáni er spáð í mark 25 mínútum síðar. Sigurður, Hjörleifur og Þórarinn eru væntanlegir um 18:30 að íslenskum tíma og við síðustu mælingu voru ekki nema 18 keppendur á milli Hjörleifs og Þórarins. Sigurður 200 sætum á undan þeim. En það verður eflaust hart barist milli þeirra bræðra um sæti á lokasprettinum.

Baldur kláraði á 6:44 og ef vefstjóri þekkir þá bræður rétt munu þeir hreykja sér af hans frammistöðu við hvert tækifæri.

Allir komnir í mark!
7. mars.
Nú er ljóst að allir bræðurnir eru komnir í mark og hafa staðist þessa þolraun með sóma. Lokatímar eru sem hér segir:

 Lokatími Sæti
Halldór10:21:20 12.388
Stefán10:42:23 12.790
Sigurður10:59:45 13.078
Hjörleifur11:21:25 13.269
Þórarinn11:31:57 13.340

Glæsilegt!


Aftur í efnisyfirlit